Velkomin/n á Hfit.is!
Við bjóðum upp á fjarþjálfun og macros næringarþjálfun.
Við leggjum mikið upp úr að veita góða þjónustu sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Allir þjálfarar HFIT eru með margra ára þjálfarareynslu í fjar-, einka- og hóptímaþjálfun.

FJARÞJÁLFUN

Fyrir þá sem vilja ná árangri í hreyfingu undir leiðsögn reyndra þjálfara.

NÆRINGARÞJÁLFUN

Hentar öllum sem eru tilbúnir að leggja inn vinnuna til að ná markmiðum sínum. 

AFFILIATE PRÓGRAM

Fyrir stöðvar sem bjóða uppá hóptímaþjálfun. Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir þína stöð.

Meðmæli

Arna (macros)

„Ég ákvað að skrá mig í næringarþjálfun hjá Hfit Macros í sumar og sé alls ekki efitr því. Eftirfylgning og ráðgjöfin er frábær og samskiptin persónuleg. Ef þú vilt fræðast, leita ráða og líða betur andlega og líkamlega þá mæli ég hiklaust með því að þú takir skrefið og skráir þig hjá Hfitmacros, þú munt ekki sjá eftir því.

Arney (macros)

„Þjálfunin hjá Hfit Macros er geggjuð! Elfa&Birkir hafa hjálpað mér ótrúlega mikið. Ég hef náð miklu heilbrigðara sambandi við mat eftir að ég byrjaði hjá þeim. Eins hef ég fundið mikinn mun á mér, ég er orkumeiri yfir daginn og sef betur. Ég get ekki mælt nógu mikið með þeim!! Allir í macros hjá hfit!“

Gísli Már (þjálfun)

Fjölbreytt og skemmtilegt prógramm með topp level þjálfurum

Erlendur Rafnkell (þjálfun)

Tryllt blanda af skemmtilegu en krefjandi CrossFit prógrammi og það sem betra er reynslumiklir þjálfarar til að bakka þig upp

Karen Ósk (macros)

Hfit Macros Allt sem ég þurfti á hárréttum tíma!! Ég var orðin þreytt á því að leggja inn endalausa vinnu en ekki uppskera í takt við hana! Eftir 8 vikur af allskonar uppákomum var haldið vel utan um mig og mitt, gefið mér svigrúm til að vinna úr áföllum en alltaf tékkað, peppað og hrósað fyrir að rífa mig í gang og halda áfram
Ég hefði oooft og mörgum sinnum hætt á miðri leið ef þetta allt hefði ekki verið til staðar, en ég lagði inn allt sem ég átti til hverju sinni og það hefur skilað mér jafnvægi í mataræðinu, betri svefn og styrkurinn verður betri með hverri æfingu!!
Hlakka til að halda áfram og verða enn betri

Salbjörg (þjálfun)

Ég prófaði 6 vikna þjálfaraprógram hjá Hfit í þjálfun hjá Ægi. Ég var með mörg markmið og hef glímt við gömul axlarmeiðsl. Ægir tók vel í allt sem ég vildi vinna í og hjálpaði mér að komast yfir veikleika. Ég kunni ég ekki að gera butterfly pullups en kann núna að gera nokkrar góðar, ég gat bara gert HSPU á kassa en get núna gert HSPU og er ekki smeik við að vera á hvolfi, tækni í Snatch og Clean varð mikið betri. Ég er orðin sterkari í öxlinni og finn mun minna fyrir henni á æfingum. Ég get klárlega mælt með fjarþjálfun hjá Ægi sem aðlagar æfingar eftir aðstæðum og er með góðar og skýrar leiðbeiningar um tæknivinnu, ég mun halda áfram að leita til hans með þjálfun.