Your cart is currently empty!
Affiliate prógram
Prógram sem hannað er fyrir þessa týpísku „CrossFit” eða Functional Fitness stöð.
Description
Hvað er affiliate prógrammið ?
Prógram sem hannað er fyrir þessa týpísku „CrossFit” eða Functional Fitness stöð. Aðalmarkmið prógrammsins eru að bjóða upp á skemmtilegar æfingar sem vekja gömlu crossfit stemninguna upp og dregur fólk í tíma. Að veita progressive æfingar í öllum helstu crossfit æfingum svo sem lyftingum, oly, fimleika hreyfingum, metcons og öðrum styrktaræfingum. Ennfremur að bjóða upp á fjölbreyttar útfærslur af WOD-um sem þjálfa öll orkukerfin og hjartsláttarsvæði.
Hvað er innifalið í prógraminu?
Mánuður af prógrami sem inniheldur 6 æfinga daga fyrir hverja viku frá mánudegi til laugardags. Hver dagur inniheldur upphitun, styrk/skill/accessory hluta, Metcon + skalaða útfærslu, teygjur og auk þess eru punktar með leiðbeiningum og hver markmiðin eru fyrir hvern hluta.
Hvernig virkar þetta ?
Það fá allir sem vilja mánuð frítt til að kanna hvort prógrammið henti þeirra stöð. Eftir það kostar prógrammið litlar 12.990 krónur á mánuði og hægt að segja áskrift upp hvenær sem er.