Your cart is currently empty!

Birkir
Birkir hefur æft frá því að hann var lítill strákur, hefur prufað flestar íþróttir en aldrei fundið sig í hópíþróttum. Hann byrjaði svo í CrossFit og functional bodybuilding 2017 sem hefur verið ofarlega í huga hans síðan. Birkir býr með konunni sinni, henni Elfu á Sauðárkrók ásamt dóttur þeirra Katrínu Jöklu. Þau reka saman Hybrd og hafa nýtt það platform til þess að styðja við bakið á íþróttafólki svo það geti elt drauma sína.
Keppnisreynsla
Íslandsmót
Rig
Midlands fitness games
Amsterdam throwdown
Norwegian throwdown
European throwdown
Malta throwdown
Strength in depth
Menntun & reynsla
CrossFit level 1
Diploma í kerfisstjórnun
Námskeið tengd olympiskum og styrktarþjálfun
Sérhæfing
Functional bodybuilding
Styrkur
Sprengikraftur

Haraldur
Haraldur byrjaði að æfa með félögum sínum úti þar sem hann gerði Murph nánast daglega. Eftir að hafa verið á unglinganámskeiði byrjaði hann 2014 í Crossfit og fór svo að þjálfa fljótlega með. Hann kynntist konunni sinni, henni Unni á fyrsta grunnnámskeiðinu sem hann þjálfaði 2016 og býr nú með henni í Kópavoginum. Haraldur hefur ástríðu fyrir fleiru en Crossfit og það er meðal annars píla, frisbee, tölur, sjómann, meiðsli og perlur.
Keppnisreynsla
Íslandsmót
CrossFit Games – teen 2016
CrossFit Regional + Games 2017 Team
Norwegian Throwdown (sanctionals) 2019
Strength in Depth (sanctionals) 2020
German Throwdown (semi-finals) 2021
Lowlands Throwdown (semi-finals) 2022
Menntun & reynsla
B.Sc. í íþróttafræði frá HR (dúx)
Hefur kennt skóla- íþróttir og sund
Sérhæfing
Keppnisfólk eða fólk sem vill ná langt
Meiðsli

Ægir
Ægir byrjaði í CrossFit 2016 og fór fljótlega að þjálfa líka. Í upphafi byrjaði hann að mæta í WOD en hefur þróast út í það að æfa sjálfur. Ægir er í sambúð með konunni sinni, henni Þórunni og búa þau á Sauðárkrók ásamt Baltasar og Björgvin stjúpsonum hans. Ægir er í sálfræði námi og hefur mikinn áhuga á andlegu hliðinni á CrossFit sportinu ásamt því vekja hlutir eins og hreyfifræði, mataræði, svefn, biohacking, keppnir og fleira þessu tengt áhuga hans.
Keppnisreynsla
RIG (2x 1. sæti)
Íslandsmót (2x í 3. sæti)
Madrid Championships
Elfit Championships
Lowland Throwdown
Malta Throwdown
European Championships (3 sæti)
Athens Throwdown
Menntun & reynsla
B.Sc. í sálfræði
Crossfit level 1 og 2
Námskeið tengt olympiskum lyftum, fimleikum, mobility og fleira
8 ára sem þjálfari í Crossfit stöð
Smiður
Sérhæfing
Keppnisfólk og Hugarfar
Gæði hreyfinga
Fimleikar
Úthald
Ólympískar

Steinunn
Steinunn er mikil íþróttakona og hefur frá ungaaldri æft einhverja íþrótt. Hún æfði áhaldafimleika í 9 ár, hópfimleika í 6 ár, stoppaði svo stutt í ólympískum lyftingum og endaði loks í Crossfit árið 2018. Síðan þá hefur Crossfit verið stór partur af lífi hennar og mætti segja að hálft lögheimili hennar sé í Sporthúsinu í Kópavogi þar sem hún æfir og þjálfar daglega, hinn helmingurinn af lögheimilinu er annars í Hafnarfirði þar sem hún býr með Sigga kærastanum sínum. Önnur áhugamál hennar eru handavinna; prjón, hekl, listmálun og er sömuleiðis mikill dýravinur (kisukona).
Keppnisreynsla
Íslandsmót í Crossfit
Íslandsmót í Ólympískum lyftingum
Reykjavík International Games
Team Semifinals, Berlin 2023
Team Semifinals, London 2022
Menntun & reynsla
B.Sc í Sálfræði frá HR (2019-2022)
M.Sc í Íþróttavísindum og þjálfun frá HR (2022-2024)
Viðbótarnám í Íþróttasálfræði í HR (2024-2025)
Þjálfari í Crossfit Sporthúsinu
Hefur áður þjálfað áhaldafimleika
Sérhæfing
Keppnisfólk/ allir sem vilja verða betri í íþróttinni á heildrænan hátt
Leggur mikla áherlsu á sálræna þáttinn af því að vera íþróttamaður

Elfa
Elfa hætti í fótbolta 15 ára gömul eða árið 2011 og fór í ræktina, það var ekki nóg að mæta bara í ræktina og lyfta heldur fór hún að keppa í módel fitness sem hún gerði til ársins 2016. En í undirbúning fyrir síðustu keppnina 2016 kynntist hún því að tracka macros og hefur gert það síðan. Eftir að hún útskrifaðist úr IAK einkaþjálfaranum og hafði þjálfað í tæplega ár byrjaði hún í CrossFit 2017 og var ekki langt um liðið þar til hugur hennar snerist allur um sportið. Elfa býr með Birki á Sauðárkróki ásamt Katrínu dóttur þeirra og reka þau saman Hybrd Fitness.
Keppnisreynsla
Bikarmót í Model fitness
Íslandsmót í Model fitness
Innanlandsmót í CrossFit
Menntun & reynsla
B.Sc. í viðskiptafræði
Mastersgráða í Fjármálum
ÍAK einkaþjálfari
Crossfit level 1
Þjálfað síðan 2016
Sérhæfing
Byrjendur
Æfingaleiðir
Þegar þú skráir þig í fjarþjálfun hjá okkur metum við í sameiningu hvaða æfingarleið hentar þér best. Hér má sjá hvernig æfingarleiðirnar okkar líta út.
Level 1
Markmið
- Keppa á mótum erlendis
- Quarter/semi-finals athlete
Æfingar
- 90-120 mínútu æfingar
- 5 æfingar + 1 active rest day
- 12-14 klukkustundir á viku
Viðmið
- 100/65 kg Snatch
- 125/85 Clean & Jerk
- 180/120 kg Deadlift
- Öruggur í öllum fimleikahreyfingum

Level 2
Markmið
- Keppa á mótum á Íslandi
- Open/Quarter-finals athlete
Æfingar
- 60-90 mínútu æfingar
- 5 æfingar + 1 active rest day
- 6-8 klukkustundir á viku
Viðmið
- 65/40 kg Snatch
- 90/60 kg Clean & Jerk
- 140/90 kg Deadlift
- Kann flest allar fimleikahreyfingar

Level 3
Markmið
- Byggja upp góðan grunn í
styrk og fimleikahreyfingum
Æfingar
- 45-60 mínútu æfingar
- 4-5 æfingar + 1 active rest day
- 4-6 klukkustundir á viku
Viðmið
- Grunnþekking í styrktarhreyfingum
- Vilja til að vinna sig upp í Level 2

Level 4
Markmið
- Fyrir fólk sem hefur engan
áhuga á að keppa - Byggir upp styrk og eykur þol
Æfingar
- 45-60 mínútu æfingar
- 4 æfingar + 1 active rest day
- 3-5 klukkustundir á viku
Viðmið
- Engin viðmið
