Your cart is currently empty!
Þegar þú velur æfingaprógramm sem er hannað af okkur færðu miklu meira en bara æfingar. Við erum fjögurra manna teymi – þrír strákar og ein stelpa (eins og er) – og öll með reynslu af því að keppa og þjálfa á hæsta stigi CrossFit á Íslandi. Við höfum byggt upp þessa reynslu með áralöngum æfingum, þrautseigju og ástríðu fyrir sportinu, og nú langar okkur að deila þessari þekkingu og veita þeim sem vilja komast lengra í CrossFit eða í betra form, hágæða æfingarplan.
1. Sérsniðið fyrir íslenska iðkendur
Við skiljum íslensku CrossFit menninguna og veðurfarið (engin útihlaup í Desember), og prógrammið okkar er hannað með það í huga. Við vinnum bæði með stöðvum og einstaklingum til að tryggja að æfingarnar séu aðgengilegar, fjölbreyttar og hvetjandi, hvort sem þú ert að æfa einn eða í hópi. Það skiptir okkur máli að þjálfunin endurspegli raunverulegar aðstæður, veiti stöðuga framvindu og henti öllum styrkleikum og veikleikum.
2. Byggt á reynslu og sigrum
Við í teyminu okkar erum með keppnisreynslu á háu stigi í CrossFit. Þetta gefur okkur innsýn í hvernig á að hámarka árangur – hvort sem markmiðið er að bæta styrk, þol, liðleika eða tækni. Þú færð að njóta okkar besta úr þjálfuninni, þar sem við sameinum nýjustu vísindi með klassískum aðferðum sem virka.
3. Hvetjandi og fjölbreytt æfingaplan
CrossFit/Functional Fitness snýst um að gera meira en þú hélst að þú gætir. Við trúum á að halda æfingaplönunum okkar lifandi og fjölbreyttum til að ögra líkamanum á nýjan hátt í hverri viku. Hver æfing inniheldur öflugan grunn fyrir þá sem eru að byggja upp styrk og úthald, ásamt krefjandi woddum og góðum tækniæfingum fyrir þá sem vilja fínpússa hreyfingar og verða enn betri.
4. Náið utanumhald og stuðningur
Við vitum að góðar æfingar einar og sér eru ekki nóg. Við leggjum áherslu á stuðning og ráðgjöf fyrir alla sem taka þátt í prógramminu okkar. Ef spurningar vakna um æfingarnar, tækni eða áherslur, að þá erum við alltaf til staðar til að aðstoða. Þannig fáið þið persónulegt utanumhald frá þjálfurum sem vita hvað það þýðir að leggja á sig.
5. Samfélagið og framfarir
Að taka þátt í prógrammi okkar er meira en bara þjálfun – það er tækifæri til að tilheyra samfélagi fólks sem sækist eftir því að bæta sig og ná markmiðum. Við fögnum framförum allra sem taka þátt og höldum reglulega utan um frammistöðu svo þú sjáir raunverulegar framfarir frá einum mánuði til annars.
Veldu prógrammið okkar og byrjaðu að sjá mælanlegan árangur. Okkar markmið er að hjálpa þér að ná þínum markmiðum og veita þér æfingaplön sem bæta styrk, þol, tækni og snerpu

Fjarþjálfun
Fyrir þá sem vilja ná árangri í hreyfingu undir leiðsögn reyndra þjálfara